Móra er um 360 km fjarðlægð frá Reykjavík og um 10 mínútna akstur frá Brjánslæk taki menn ferjuna frá Stykkishólmi. Um 40 km eru til Patreksfjarðar. Þegar komið er að bænum Krossi á Barðaströnd nálgast menn Krossholt, sem er lítill þéttbýliskjarni í kringum félagsheimilið og skólann Birkimel. Neðan undir í sjávarbakkanum er hreppslaugin í Laugarnesi. Rétt utan við félagsheimiið er áin Móra, þar sem fyrstu veiðistaðir eru. Milli Krossholta og sveitarbæjarins Kross er afleggjari inn dalinn, þar sem farið er inn í Mórudal.