Velkomin.
Móra er lax-og silungsveiðiá á sunnanverðum Vestfjörðum skammt frá Vatnsfirði og Brjánslæk, þar sem breiðafjarðaferjan Baldur er með landfestar. Um er að ræða tveggja stanga á og eru báðar stangirnar seldar saman. Umhverfi Móru er afar fallegt, vaxið kjarri og lyngi, og því mikið um ber í ágúst. Við eðlilegar aðstæður telst hún fekar vatnslítil og því nauðsynlegt að fara með gát að veiðistöðum. Móra rennur um Mórudal og býr yfir fjölbreyttum veiðistöðum; strengjum og hyljum, þar sem maðkur fer víða vel, en einnig eru nokkrir frábærir fluguveiðistaðir. Veiðisvæðið er um 6 kílómetrar. Hægt er að komast á fólksbíl að flestum stöðum á neðri hluta hennar, en efri hlutinn er eingöngu fær hærri bílum.
Sumarið 2015 veiddust okkar megin 102 fiskar á tvær stangir, sem skiptist á 28 veiðidaga. Þetta gerir um 1,8 fiska á stöng. Aðeins einn aðili fór fisklaus úr ánni, en þessi veiði skiptist nokkuð vel á milli aðila og voru allir aðilar mjög sáttir að veiði lokinni.
Upplýsingar um veiðileyfi gefur Ólafur Haukur Magnússon í síma 777 4090 og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..